Illa byrjar það
Food and Fun var einmitt það. Fínt kvöld á Einari Ben. Gestakokkurinn heilsaði m.a.s. upp á. Hún er bandarísk og heitir Ris (borið fram Riss) en ekki man ég eftirnafnið. Staðurinn var alveg pakkaður. Við Alex nutum matarins og spjölluðum um heima og geima. Gaman að hitta kollega utan vinnu - maður kemst að ýmsu skemmtilegu um þá. Eftir matinn ætluðum við annað í kaffi, en þá var allur laukurinn sem ég hafði innbyrt búin að kveikja á óþolsgenunum og ég dreif mig heim.
Ég hélt að dagurinn yrði dauður í búðinni í gær. Ekkert að gerast. Svo datt hér inn eitthvað af fólki milli þrjú og fjögur og þetta endaði með að skila fáeinum krónum í kassann. Lengi lifi Amma Ruth! Munið að ANTIK FER ALDREI ÚR TÍSKU!
Eftir lokun sótti ég fötin á strákana (Ragga og Hörð). Raggi mátaði svo buxur, vesti og jakka eftir kvöldmat - hélt tískusýningu fyrir okkur ömmu hans og frænku. Þessi líka glerfínu föt! Kasmírull, skraddarasaumað og ekkert smá flott. Svört með örfínum teinum. Hann var svo FLOTTUR!
Með fötunum fylgdu tvö útsaumuð kasmírsjöl fyrir frúna á heimilinu (aka mig). Ofboðslega falleg. Verður hægt að kaupa þau hjá okkur fyrir slikk í lok apríl...
Yatsí er nýuppgrafinn leikur hjá okkur. Í flensuvolæði síðustu viku hjá Ragga, keypti ég yatsíblokk og teninga og svo er bara spilað. En man einhver sem þetta les fyrir hvað maður fær verðlaun í efri partinum og hversu há þau eru?
Tvær Sudoku (er að minnka skammtinn) fyrir svefninn og nokkrar síður í Skítadjobb eftir Ævar Örn Jósepsson. Ágætis afþreying.
Verið góð hvert við annað.
Bestertester
4 Comments:
mynd, við viljum mynd af drengnum!
Það eru sextíuogþrír. Summan af þrisvar sinnum allar hliðar.
Já, og verðlaunin eru fimmtíu stig.
já, og spila, nú vantar páfer í áhugamannabandið, önnur sinfónía Brahms. Langarðigekkert???
Post a Comment
<< Home