2006-08-18

½ gardínusett

Jamm, ég átti eftir að útskýra þetta ½ gardínusett. Rúllugardínurnar hans Ragga gáfu endanlega upp öndina og eru núna í skottinu á bílnum að bíða eftir fari í Sorpu. Hann langar svo agalega í eins gardínur og við hjónin erum með, sem eru svo sem ekkert merkilegar, nema honum finnst birtan í gegnum þau á morgnana vera svo agalega notaleg. Hvað gerir maður ekki fyrir strumpinn sinn - fúslega læt ég honum eftir gardínurnar og nota tækifærið og rí-dekoreita svefnherbergið okkar hjóna. Nema, babb í báti, við erum bara með einn glugga en Raggi tvo. Þannig að: nú stendur yfir æðisgengin leit að gardínuefni sem harmónerar með gardínunum okkar, svo hægt sé að kljúfa og búa til tvö sett úr einu. Þannig er þetta ½ gardínusett til komið. Og hana nú.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home