2006-08-21

Menning og menning

Jamm. Menningarnótt er ekki í hávegum höfð hjá mér því ég þarf að vinna það kvöld. Reyndar gekk það með ágætum. Fólk var dannað og tillitssamt við þjónana. Bara gott kvöld. En mikið gekk á. Allt tæmdist 5 mínútum fyrir flugelda (og við höfðum það af að rukka alla :)) og svo fylltist húsið aftur á 5 mínútum eftir flugelda og allir vildu flókna kokteila... Svoldið stress. En sem sagt í góðu lagi.

Svo kom sunnudagur. Böööö. Ég sofnaði ekki fyrr en undir morgun - upprifin eftir stuðkvöld í vinnunni og horfði því á Memoirs of a Geisha. Mæli ekki með henni. Bókin var hins vegar æði. Sem sagt, sem ég er nýlögst á mitt græna byrjar kvabbið úr vinnunni. sms klukkan 7:30: I am feeling a little sick. Can you get someone else... Sem útleggst: ég er þunn og langar ekki að vinna. Klukkan 11:30 (nýsofnuð aftur eftir reiðina yfir að vera vakin fyrir allar aldir): ring, ring, þjónarnir eru ekki mættir, hvað eigum við að gera? Eru það nú aumingjar með hor og slef... o.s.frv.
En úr deginum rættist samt því ég fór við fjórða mann á Landnámssetrið í Borgarnesi og sá flotta Egilssýningu, bæði svona safn-sýningu og eins Mr. Skallagrímsson. Bæði flott en sú síðarnefnda mjög rúmlega flott. Langar að fara aftur með öllum sem ég þekki. Hvet fólk eindregið til að fara. Benedikt Erlingsson fer algerlega á kostum. Svo er hann líka þokkalega myndarlegur (hef alltaf verið leynt skotin í honum).

Svo er núna kominn mánudagur - gosh hvað tæm flæs! Keypti miða fyrir okkur Snorra til Florida í nóvember, takk! Förum í sólina, keyptar verða jólagjafir, sólskinið sleikt, drukknir ódýrir kokteilar og Snorri fleygir sér kannski eitthvað út úr flugvél. Kannski ég líka. Raggi verður í fóstri á meðan. Bara svona hjónahuggulegheit.
Byrjaði líka að bera út auglýsingu fyrir Ömmu Ruth, sem er eitthvað að rétta úr kútnum. Fékk nefnilega til baka frá skattinum fyrir búðina, svo ég splæsti í netta A5 auglýsingu, sem ég bjó til sjálf og ég prenta. Svo er það líkamsrækt næstu vikna/mánaða að bera hana út. Kláraði eina götu og svitnaði passlega. Vonandi ber þetta árangur. Annars verður lokað næsta laugardag, því ég ætla að vera með á hinum frábæra og skemmtilega hverfismarkaði, sem verður á Rauða torginu. Óþarfi að panta miða til Moskvu, þetta er á horni Álfheima og Langholtsvegar, eftir hádegi á laugardaginn. Alltaf mikið stuð á þessum hverfismarkaði. Hlakka til, enda verður Raggi kominn og tekur eflaust þátt í þessu með mér. Get ekki beðið að fá strumpinn heim, enda er hann búinn að vera úti síðan 3.júlí. Snöft.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home