2006-08-22

Bolir

Svona síðerma, svartir á kvenfólk. Leita dyrum og dyngjum. Skrítið að reka bisniss (og nú er ég að tala um hótelið) á Íslandi. Birgjar eiga oft ekki það sem mann vantar. Vín, föt, tannstöngla, nefndu það. Ekki til á landinu. Búið, kemur ekki aftur. Ekki nóg eftirspurn - hætt við. Svo situr maður uppi með flottan vínseðil, nýkominn úr rándýrri prentun, helminginn af starfsfólkinu bert að ofan (nei, kannski ekki alveg) o.s.frv. Sem sagt, ef einhver veit um síðerma, svarta kvenboli, með rúnnuðu hálsmáli, í einhverri verslun hér í bæ (gjarnan fleiri en 2 stk á lager), þá er samfélagsleg skylda að láta mig vita svo ég hætti að vakna í svita- og angistarkasti á næturna yfir stúlkunum hálfklæddu.

4 Comments:

Blogger Hildigunnur said...

Er Guðsteinn að klikka á þessu?

22/8/06 19:07  
Blogger Ester Elíasdóttir said...

Meinarðu Gussi á Laugaveginum? Hann er ekkert með svona á dömur, svo ég viti. Reyndar er allt annað komið upp á borðið núna - ekki hægt að setja á prent - varðandi þessa blessuðu boli. Segi þér djúsí sögu næst undir fjögur.

1/9/06 19:11  
Blogger Hildigunnur said...

jú jú, kragalausu jbs bolirnir eru gersamlega unisex. Ekki sérstaklega á stelpur en svínvirka samt.

1/9/06 21:25  
Blogger Hildigunnur said...

já og hlakka til að heyra söguna :-D

1/9/06 21:25  

Post a Comment

<< Home