2006-08-22

Gott að eiga kött

sem knúsar mann í eiginmanns- og sonarleysi. Matti (aka Martin Luther King) eltir mig hvar sem ég sest í húsinu og vill bara sitja í fangi mér og mala. Kvölds og morgna liggur hann svo á bringu mér uppi í rúmi og malar eins og dráttarvél og klappar mér í framan með loppunum (oftast man hann eftir því að hafa klærnar inni, en ég ber ævarandi merki um eitt skipti þegar það gleymdist). Á það reyndar til að slefa af væntumþykju. Svoldið subbó. En ég skipti bara oftar um á rúminu, enda er það fljótt orðið svart af kattarhárum.

Hvílíkur félagi. Tekur á móti mér þegar ég kem heim og ef ég fer í labbitúr, kemur hann stundum með. Hann var örugglega hundur í fyrra lífi. En vinsamlegast segið honum það ekki. Honum er nett illa við hunda. Vill helst rífa þá á hol ef þeir nálgast húsið. Er ekki par hræddur. Bara svona varðköttur. Reyndar er honum nett illa við aðra ketti á okkar landareign. Rekur þá burtu með hörðu hvæsi og klóm. Kemur svo bísperrtur til baka með skottið þráðbeint upp í loft. Eða eins og skáldið sagði um köttinn: Aldrei þig jafnast aftanverð/manneskjan á við sundurgerð.

1 Comments:

Blogger Hildigunnur said...

jamm, þau eru flott þessi kis okkar :-D

22/8/06 19:08  

Post a Comment

<< Home