2006-12-15

Bloggvinir fagrir!

Er enn á lífi! Jamm. Hef hvorki bloggað né lesið annarra mannarra blogg svo dögum skiptir. Amma Ruth og Vogaskóli hafa átt allan minn tíma og gott betur.

Var að taka upp úr 20 kössum af dýrindis munum, þvo, sortera, verðmerkja og stilla upp. Virkilega vert að kíkja. Jólagjafir frá 300 kall!

Nei, svona án gríns, þá væri voða gaman að sjá bloggvini í stresslausu krúttbúðinni og ég get oftast fundið eitthvað gjafavert, nema kannski helst fyrir karlmenn undir tvítugu. Opnunartímar eru ríflegir til jóla (sjá www.ammaruth.is) og svo má alltaf hringja og fá að koma utan þeirra, ef ég er heima. Það er kosturinn við svona kjallarabúð í heimahúsi...

Blogga meira bráðum.

2 Comments:

Blogger Elísabet said...

hæ, ákveðin í að kíkja á þig f. jólin...verð í bandi

16/12/06 21:44  
Blogger Ester Elíasdóttir said...

Já, endilega!!! Hlakka til að sjá þig.

16/12/06 21:49  

Post a Comment

<< Home