2006-11-29

Kennsla á ný!!!

Ég var varla lent þegar hringt var í mig frá Vogaskóla - mínum gamla vinnustað - og ég var beðin um að taka að mér afleysingar í 2 vikur (sem enduðu svo reyndar með að verða 3). Samfélagsfræði í 8. og 9. bekk og íslenska í öðrum 9. bekknum. Ég sagði jahá (hef saknað kennslunnar) og byrjaði föstudaginn var.

Úffffff. Var aðeins búin að gleyma að þótt þetta sé voðalega gaman og gefandi, er þetta grimmilega þreytandi. Hef ekki unnið í svona desibelastyrk í meira en 2 ár. Annars eru krakkarnir ágætir - bara sumir svolítið órólegir.

Hef þurft að taka upp gamlan sið og leggja mig eftir hádegið, til að halda andlegri og líkamlegri heilsu.

Það er allt í lagi - bara notalegt. Svo gengur mér eiginlega bara betur að sofna á kvöldin ef ég er ekki örmagna. Sef sem sagt miklu meira og það gefst mjög vel.

Ætla samt ekki að skella mér í kennslu aftur nema ég fái tilboð um enskukennslu. Það er mitt fag og þar er ég á heimavelli.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home