2006-11-15

Jólagjafainnkaup - BÚIN!

Jamm. Því lauk í dag. Í afslöppun og rólegheitum. Svona á að hafa þetta.

Í fyrradag var kalt (upp á flórídskan máta). Ég var nú áfram berfætt, en með létta gollu í farteskinu. Í gær var aftur orðið það hlýtt að tíkin Daisy fékk smá hitaáfall eftir að hafa náð í spýtuna sem húsbóndinn kastar fyrir hana einu sinni of oft. Hún var drifin inn, látin drekka og sett fyrir framan viftu með tvo ískubba úr frystinum við búkinn. Hún var nú fljót að jafna sig, greyið, en okkur brá svolítið að sjá hana allt í einu skjögra um og halda sér ekki uppréttri.

Bæði gærdagurinn og dagurinn í dag fóru í gjafainnkaup en alveg hreint átakalaust. Nú er því lokið, svo við tekur bara alvöru afslöppun fram á föstudag, en þá er ferðinni heitið til Mount Dora, þar sem risaflóamarkaður/antikmarkaður fer fram um helgina. Hlakka fullt til. Og þar eru víst tvær fjörgamlar íslenskar frúr sem reka bar. Þangað ætlum við að kíkja og heilsa upp á þær. Skilst að þær séu systur og m.a.s. skyldar einhverjum fallhlífarstökkvara sem Snorri kannast við. Lítill heimur...

Hlýindakaflanum lýkur á laugardagskvöldið, þegar við fljúgum heim. Þetta á nú samt eftir að fleyta mér ansi lengi...

4 Comments:

Blogger Hildigunnur said...

þú ert sko ekki að missa af neinu veðri hér heima nema versta veðri vetrarins hingað til. Skítakuldi og rok og viðbjóður! Njótið nú síðustu daganna fyrir okkur hin...

16/11/06 18:47  
Blogger Ester Elíasdóttir said...

Jamm. Annars var bara skítakuldi í dag - bara 20 stig. hehehehe! Drakk Mangódaiquiri í hádegisfordrykk og dagurinn var bara snilld eftir það. Brahahahaha!

17/11/06 03:44  
Blogger Hildigunnur said...

hvernig getur hann mögulega orðið annað? :-D

17/11/06 09:48  
Blogger Elísabet said...

frábær hádesmatur þaddna útí Flórda....hikk...

17/11/06 18:25  

Post a Comment

<< Home