2006-11-12

Eftirköst og margarítur

Við Kolla sendum kallana að henda sér út úr flugvélum. Kallinn minn vildi reyndar að ég kæmi með og sæti með aðdáunarsvip í ca 72 tíma. Reyndar var það nú einna helst vegna þess að hann langar til að vera með mér... EN... ég samdi um að kaupa allar jólagjafirnar ef ég fengi að sleppa... Hann var fljótur að samþykkja.

Í gær fórum við Kolla semsagt í búðarrölt og skemmst er frá að segja að við ætluðum varla að koma öllu sem við keyptum inn í litla bílinn hennar... Hún er reyndar nýflutt og þurfti ýmislegt til heimilisins, en ég lagði alveg mitt til.

Eftir margra tíma sjoppíng, fórum við á Cheesecake Factory, þar sem ég var fljót að svolgra í mig tvær margarítur.

Eftirköstin eru nú þannig að við höldum að við komumst ekki af stað fyrr en eftir hádegi í sjoppíng töku tvö. Já, það er ýmislegt eftir á tossalistanum hjá okkur báðum. Vorum þó sammála um að dagurinn í gær hefði verið ansi hreint góður og okkur tekist vel til. Best var auðvitað hvað við gerðum glettilega góða díla.... múhahaha. Hún þekkir allt út og inn og ég fékk fínustu gjafir og föt á sprenghlægilegu verði. Kortin mín eru ekki einu sinni farin að volgna. En spurningin er hvort um nýjar töskur og yfirvigt verði að ræða. Obbobbbobbb.

Skýjað í dag, en HLÝTT... sendi öllum sem skjálfa heima smá yl.

4 Comments:

Blogger Elísabet said...

smá öfund, nei, bara samgleðst þér innilega:)

12/11/06 20:08  
Blogger Barbie Clinton said...

Þú ert selebb á Íslandi. Sá þig í blaði (sagt á innsoginu).

13/11/06 20:34  
Blogger Guðný Pálína said...

Smá ylur er þeginn með þökkum, hér á Akureyri er allt að fenna í kaf

14/11/06 22:36  
Blogger Ester Elíasdóttir said...

Já, kom ég í Slúðrað og Slefað??? Voru myndirnar af mér sæmilegar? (Skítt með myndirnar af Ömmu Ruth...)

15/11/06 01:10  

Post a Comment

<< Home