10-15.000 manns gengu með Ómari og frú Vigdísi. Fjölmiðlar gerðu úr því eina mynd og nokkur orð. Svona: krúttlegt og næs - allir svo sætir og góðir og náttúrusinnaðir. Hvenær gengu 10-15.000 manns síðast saman til að mótmæla einhverju! Ha!!! Frjálsir fjölmiðlar? Hlutlaus umfjöllun? Er einhver ekki sammála?
Hefði gengið ef hitinn hefði verið lægri og hóstinn minni. Og ekki endilega fyrst og fremst vegna umhverfissjónarmiða heldur til að mótmæla þeirri stefnu að leggjast niður og glenna út klofið fyrir einu illræmdasta stórfyrirtæki í heimi.
Urrrrrrr.
2 Comments:
ég gekk þarna með trega í hjarta, en stemningin var reyndar falleg á einhvern hátt. mikil samstaða en allir doldið daprir...
Gekk með í anda.
Post a Comment
<< Home