2006-09-24

Hóst, snöft

Ekki batnar það. Loksins er ég búin að kveða kalkúninn í kútinn en þá tekur hóstinn við að halda fyrir mér vöku. Búin að hósta á 4ðu viku. Í dag leystist hóstinn loks upp í krananefskvef. Veiii.

Er búin að reyna að hafa hátt undir höfði á næturnar, síðustu vikuna, svo ég hósti ekki eins svakalega. Það leiddi af sér hálsríg dauðans. Er undirlögð af vefjgigtarverkjum, hósta, nefrennsli og hálsríg. Er eiginlega ekki á vetur setjandi. Samt er enn von: þetta getur varla versnað... Hehe, ætli ég fari ekki bara á túr í ofanálag...

Sem minnir mig á svolítið skemmtilegt (ekki veitir af). Ég var búin að eiga í óttalegu basli við blæðingar - þær stóðu yfir í allt að 10 daga - og datt svona helst í hug að nú væri breytingaskeiðið að hefjast. Kannski svona með fyrra fallinu, en hvað dettur manni ekki í hug. Fór með hálfum huga til kvensjúkdómalæknis míns, sem hlustaði á raunir mínar. Svo skoðaði hann mig og sagði: Hei, ég sé hvað er að. Ég geri bara við þetta. Svo kom smá potpot og pínu æjæj og svo var ég bara búin í viðgerð! Og hef ekki verið við þetta vandamál vör síðan! Segiði svo að heimsóknir til læknis geti ekki verið svolítið skemmtilegar!

Er barasta komin í miklu betra skap að rifja upp þessa sögu. Ætla að fara snýta mér svona 15 sinnum og vita hvort það dugar ekki fram eftir kvöldi.

9 Comments:

Blogger Hildigunnur said...

oj, kvef er leiðinlegt. Byrjaði að hósta í morgun en vona að það verði ekkert meira úr því, bæði tónleikar annað kvöld (stuttir og skemmtilegir, hinthint) og svo erum við að fara til Parísar á fimmtudaginn. Nenni ómögulega að fara með fullar töskur af snýtubréfum.

En gott þegar læknarnir geta nú hjálpað manni.

25/9/06 08:09  
Blogger Elísabet said...

láttu þér batna sem fyrst, ómögulegt að standa í svona skítapest:)

25/9/06 10:26  
Blogger Kristin Bjorg said...

Ég er risin úr rekkju eftir miður skemmtileg veikindi. Þetta með helv.túrinn. Það er ótrúlegt hvað maður sættir sig við. Mér var að blæða út og leið verulega fyrir - en svo var eins og maður yrði samdauna þessu og fattaði ekki hvað þetta var alvarlegt. Ég losnaði síðan við allt draslið fyrir rúmlega sex árum (hef reyndar einn eggjastokk sem sér mér fyrir hormónum) og þvílíkur munur. Ég þurfti að fá blóðgjöf eftir aðgerðina en hef síðan verið fín. Gott að losna við drasl sem maður er hættur að nota!

26/9/06 12:06  
Blogger Ester Elíasdóttir said...

Jahá! Heyrt hef ég misjafnar skoðanir á því að losna við draslið - og fegin er ég að það hefur verið gott fyrir þig. Mér finnst ég heyra endalaust um konur sem létu ,,plata" sig í slíkt brottnám og finnst þær hafa verið sviknar um eitt og annað.

26/9/06 18:32  
Blogger Barbie Clinton said...

Brjálæðislega fyndið túrblogg! Hló alveg hátt. Bjóst við skemmtisögu (sem hún var) en get ekki sett samasemmerki við það og túr...

26/9/06 20:15  
Blogger Kristin Bjorg said...

Já - maður þarf náttúrulega að vera alveg viss um að maður sé að gera rétt. Ég var búin að eignast tvö börn og missa einu sinni fóstur. Ég hafði farið í stóra aðgerð á móðurlífi þegar ég var 29 ára og var með tvo keisara skurði. Svo fórum við þrisvar til Englands í glasafrjóvgun. Ég var orðin 42ja þegar þetta var og hugði ekki á frekari barneignir enda var það hreinlega ekki í dæminu. En það munar að hafa einn stokk...... Við hjón ætluðum okkur að eiga fullt af börnum! Ég hefði alveg verið til í að ættleiða en ákvað svo að þetta væri í raun alveg ótrúlegt að eignast þessar tvær stelpur og er ákaflega glöð og sátt....

27/9/06 16:22  
Blogger Kristin Bjorg said...

Já - það er talsverð ákvörðun að láta taka úr sér svo dýrmætt líffæri - en í mínu tilfelli var þetta eiginlega ekki spurning:
Góðkynja æxli 1 1/2 kíló tekið þegar ég var 29 ára. Ótal skrapanir. Þrisvar í glasafrjóvgun til Bretlands. Tvær óléttur sem enduðu báðar enduði í keisara. Eitt fósturlát. Og stundum óstarfhæf vegna blæðinga. En ég verð að viðurkenna að ég varð dálítið lítil inni í mér þegar málið var í höfn.....

28/9/06 11:05  
Blogger Kristin Bjorg said...

æi - kom þetta tvisvar - þú tekur bara annað hvort út - hélt að þetta hefði ekki tekist í gær

28/9/06 11:06  
Blogger Syngibjörg said...

Sko maður fer bara á pilluna og gerir aldrei hlé= enginn túr og verkir. jíbbíkóla.

29/9/06 00:11  

Post a Comment

<< Home