2006-09-18

Matti malar

eins og dráttarvél. Hann fann nebbla lykt af fiski sem ég var að sjóða áðan og vefur sér nú utan um fingur mér á lyklaborðinu, teygir fram tærnar og dúmpar létt á mig, snýr sér svo á bakið og blimskakkar augunum til að vita hvort ég skilji ekki hintið: Drullastu til að gefa mér soðningu! Nýsoðinn fiskur er það allra besta sem hann fær. Skrýtið. Ég man þá tíð að heimiliskötturinn (þegar ég var lítil) fékk alltaf soðningu og varð þvílíkt uppnuminn að fá eitthvað annað.

Annars veit hann Matti nú hvað hann syngur. Skilur líðan mína betur en nokkur annar heimilismaður - veit hvenær hann á að koma og knúsa mig og hvenær hann á að láta mig í friði. Nema ef fiskur er annars vegar, þá slær út í fyrir honum. Þorsklyktin glepur og villir honum sýn. T.d. á hann alveg að vita að lyklaborðið er heilagt!

Hann er nú flottastur katta...

8 Comments:

Blogger Elísabet said...

ég á son sem heitir Matti og er líka svona frábær...hann veit alveg hvenær hann á að knúsa mömmu sína.

þessu óskylt: ertu úr Kópavoginum? held ég kannist við þig þaðan...

19/9/06 14:01  
Blogger Hildigunnur said...

var ekki fiskurinn hvort sem er handa köttsa? Ekki handa þér, víst?

Og jú jú, hún Ester er úr Kópavoginum, þaðheldégnú :-D

19/9/06 18:04  
Blogger Ester Elíasdóttir said...

Kæra baun.

Jámm, ég er úr Kópavoginum. Hver ert þú, baun?

20/9/06 18:47  
Blogger Ester Elíasdóttir said...

Júbb, Hildigunnur, fiskurinn var handa okkur Ragga. Ég tók útreiknaða áhættu með að borða hann, þar sem ég var heima og stutt á salerni. Ég borðaði bara nett af honum og það slapp alveg. Sem er auðvitað bara frábært, því mér finnst fiskur svo góður! Þarf sennilega bara að fara varlega í hann.

20/9/06 18:48  
Blogger Elísabet said...

heiti Elísabet, var og er vinkona Rúnu og Tótu sem áttu heima á Hrauntungu 50...við þekktumst ekkert, held þú sért aðeins yngri en ég (er ´61 módel)

20/9/06 20:19  
Blogger Ester Elíasdóttir said...

Já, baun. Ég er '63 módel, en gekk í skóla með '62 krökkunum (var ári á undan). Varstu í MK?

21/9/06 19:13  
Blogger Elísabet said...

já, var í MK og líka nokkur ár í tónlistarskóla Kóp. (og minnir að þú hafir verið þar að skottast líka)

21/9/06 19:49  
Blogger Ester Elíasdóttir said...

Jamm, var í Tónó. Spila lítið núorðið, samt.

23/9/06 12:38  

Post a Comment

<< Home