Ársgamalt fótbrot!
Strumpur kvartaði og kveinaði fyrir ári að sér væri alltaf svo illt í fætinum. Fórum til læknis sem kvað þetta vera vaxtarverki.
Strumpur kvartaði síðan alltaf öðru hvoru og var sagt að hætta þessu væli.
Á mánudaginn kom hann draghaltur af handboltaæfingu og ekki var hann skárri eftir 5 km hlaup í íþróttum í gærmorgun, svo ég druslaði honum aftur til læknis. Sá taldi best að láta mynda og sendi okkur upp á slysó.
Kom þar í ljós að allan þennan tíma hefur hann þjáðst af litlu ristarbeinbroti! Ræfilstuskurófan!
Er núna í spelku og með hækjur. Þarf reyndar ekki gifs, en þetta þarf að fá að jafna sig... nema hvað.
Er með mega samviskubit og dekra við hann hvað ég get...
Maður á að hlusta á börnin sín!
0 Comments:
Post a Comment
<< Home