2006-09-03

Heiladauði

Eftir hörkuvinnu í 8½ tíma (kortér í mat), er frúin nett steikt (svona medium-rare). Strumpur var líka að vinna - straujaði grilljón servíettur og þvoði og þurrkaði og braut saman. Fórum á Café Cultura eftir vinnu og fengum okkur í gogginn. Tókum þar með kjúllann sem átti að vera í kvöldmat út af dagskrá. Frestað til morguns.

Urðum sammála um að eftir svona törn væri það eina í stöðunni að leigja mynd og flatmaga. Tókum Jarhead. Samkvæmt útlistun í myndinni stendur það fyrir tóman haus. Fundum ákveðinn samhljóm. Ferlega tragísk mynd eitthvað, en samt hefur hún upp til hæstu hæða þessa macho typpaframlenginu sem riffill leyniskyttunar er. Fullvaxnir karlmenn sem fá grátkast yfir því að mega ekki skjóta einhvern - bara einhvern - alveg sama hvern... Mér er hálf flökurt. Þessi mynd pirraði mig hrikalega af því að hún vakti hjá mér samúð með aumingja mönnunum sem voru búnir að æfa sig og æfa, mánuðum saman, og fengu svo ekki að vera memm. Sem þýðir aðeins eitt: þetta er skratti vel gerð mynd en hún fór samt agalega fyrir brjóstið á mér. Óþægilegt.

1 Comments:

Blogger Syngibjörg said...

Það er algert must að verðlauna sig þegar maður hefur staðið sig vel. Gott hjá ykkur.

3/9/06 21:31  

Post a Comment

<< Home