2006-09-02

Geymsluþrif

Jamm. Skrifstofan fyrr í vikunni og geymslan núna. Reyndar svona yfirborðsþrif en komst að því að við eigum ótrúlega margar ferðatöskur. Mest fer fyrir monstrinu sem strumpur fékk í fermingargjöf frá systur minni. Hann fékk að fara með henni og velja sjálfur og keypti stærstu töskuna. Stærst = best. Mest fyrir peninginn o.s.frv. Nema monstrið kom með okkur í Ameríkutúrinn í júní og kemur ALDREI með aftur. það passaði bara í skottið á stærstu bílum og engan veginn er hægt að fylla þessa tösku án þess að hún hrökkvi yfir í yfirvigt (jafnvel þótt mar fyll'ana af frauðplasti...) Hann komst enn frekar að þessu á leið heim frá Frakklandi, þegar hann þurfti að punga út fullt af evrum í yfirvigt. En svona lærist ekki nema af reynslu. Stóri kosturinn við hana er að næstum allar aðrar töskur heimilisins komast ofan í hana, svo hún tekur ekkert mikið viðbótarpláss í geymslunni.

Fann annars ekkert markvert nema gamla skó, ló og könguló.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home