Allt á fullu
Svo skelltum við Raggi okkur í bíó að sjá sjóræningjana, ásamt systkinum mínum, Bergljótu og Davíð. Hin besta skemmtan.
Í dag átti svo ekki að gera neitt. Haha. Fór að vinna og tók strumpinn með. Hann er nú búinn að læra að strauja servíettur, setja í þvottavélar, þurrka þvott, brjóta saman, tæma línlyftu, telja lín o.m.fl. Stóð sig eins og hetja og er stoltur að geta mögulega fengið að vinna þarna af og til.
Frétti svo að einhver hefði bloggað ljótt gegn 101 hotel vegna uppákomu síðasta fimmtudag. Var búin að heyra af henni frá starfsfólki og las svo bloggið. Ég var auðvitað ekki þarna, en er búin að heyra frá starfsfólki og gestum, sem eru ekki alveg á sama máli og bloggarinn. Verst er að hann er einhver háttsettur Moggamaður, sem er búinn að fá sína kreðsa til að hunsa 101. Málið var að hópnum var vísað út vegna drykkjuláta, truflana við aðra gesti, hávaða og uppsölur utan salernis, fyrir utan náttúrulega ruddaskap við starfsfólk. Alveg er það ótrúlegt hversu auðvelt er fyrir fólk að tala um ruddalegt starfsfólk á veitingahúsum, en aldrei fær slíkt starfsfólk neinn vettvang til að tala um alla viðskiptavinina sem sýna því dónaskap. Rétt er það hjá manninum að sumt starfsfólk þetta kvöld var útlent, en allt talar það íslensku utan einn - sem ekkert kom nálægt þessari uppákomu. Íslenskir veitingastaðir, og reyndar mörg önnur fyrirtæki og stofnanir, ganga ekki án þessa starfsfólks, en sífellt má það heyra helv... útlendingar! Fá eru orðin veitingahúsin í Reykjavík þar sem einhver starfsmaður talar íslensku. Við höfum þá stefnu að á hverri vakt sé a.m.k. einn íslendingur og þeir sem þjóna til borðs eru allir færir um að tala íslensku, þó það komi fyrir að þeir beiti enskunni, sérstaklega ef að þeim er vegið og þeir vilja ekki misskiljast.
Jæja, ég var ekki á staðnum, en er búin að heyra frásagnir frá nógu mörgum, sem ekki voru í glasi, bæði starfsfólki og gestum, til að mynda mér skoðun. Ég hef líka unnið nógu oft á kvöldin til að vita hvernig svona uppákomur geta verið og hversu starfsfólkið er oft berskjaldað fyrir "fyrirmönnum" sem haga sér dólgslega.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home