2006-08-23

Robbossla dulleg í dag

Eða rosalega dugleg í dag. Þeyttist út og suður bæði fyrir hótelið, búðina og heimilið. Látum okkur sjá: Z-brautir og gluggatjöld, Tollpóststofan (uppi á Höfða), Rekstarvörur, Tanni, 101 hotel, Skattstjórinn í Reykjavík, Ríkisskattstjóri, IKEA, Fríða Frænka, Landsbankinn, Sorpa og öll íbúðarhús í Sæviðarsundinu (og þau eru sko fleiri en 100!)

Geri aðrir betur!

Hafði heilmikið upp úr krafsinu en ekki alls staðar árangur sem erfiði (Skattmann, t.d.). Var að reyna að fá skattkort fyrir stúlku sem vann á hótelinu í júlí og hluta af ágúst. Hún er nú farin aftur til Svíþjóðar, síns heimalands, en kennitalan hennar var loks að berast. Nú þarf að útvega skattkort, svo hægt sé að greiða stúlkunni laun, opna fyrir hana bankareikning o.s.frv. Kerfið hér virkar nebbla sona: Fyrst kemur sárasaklaus úgglendíngur til Íslands, þar sem nóga vinnu er að fá (en ekkert húsnæði, takið eftir). Allir vilja ólmir ráða hann í vinnu, gjarnan svart. Úgglendíngurinn er grandvar og ræður sig í löglega vinnu (t.d. hjá 101 hotel). Hann þarf auðvitað að fá kennitölu. Til þess að fá hana, þarf hann að hafa vinnu. 101 hotel stimplar alla pappíra og úgglendíngur labbar upp á Þjóðskrá. Tæpum 2 mánuðum síðar er hann enn ekki kominn með kennitölu, þar sem það er sumar og hver vill vinna á Þjóðskrá? Úgglendíngur er búinn með sumarfríið sitt og fer heim. Úgglendíngur ekki búinn að fá neitt borgað af því að hann er ekki með kennitölu og getur þess vegna ekki opnað bankareikning og því er ekki hægt að greiða honum löglega, sem 101 hotel gerir alltaf! Og við erum sko að tala um útlendinga frá Skandinavíu og öðrum svæðum sem með lögum mega vinna hérlendis. Svo skilja greyið úgglendíngarnir eftir umboð hjá mér um að ég megi græja þeirra pappíra, sem þýðir A) þeir verða að treysta mér fyrir öllum þeirra fjármunum tilkomnum hérlendis (sem þeir gera reyndar, greyin, þeir eru svo grandalausir, heheeheh) B) ég lendi í alls kyns útskýringum á "catch-22" sítúasjón við frekar trega skattmenn, sem segja að þetta sé auðvitað allt saman ekki leyfilegt. Sem sagt: Á Íslandi vantar fleiri hundruð manns á sumrin til að dekka öll þau störf sem eru í boði. Margar stofnanir, bæði opinberar og í einkaeigu myndi ekki ganga án útlendinga sem koma hér til að vinna í sumarleyfinu sínu. Hins vegar, þegar þeir koma til landsins, þá eiga þeir að fá vinnu, sækja svo um kennitölu og bíða svo launalausir í allt að 2 mánuði svo allt sé nú eftir bókinni. Gengur hvorki upp fyrir þá né atvinnuveitandann. Gaaaaarrrrggggg!

Jamm. Punktur.

3 Comments:

Blogger Hildigunnur said...

er ekki hægt að borga henni inn á sænskan bankareikning? Kannski bara enn flóknara í sambandi við skattinn?

23/8/06 20:56  
Blogger Ester Elíasdóttir said...

Neibb. Ekki hægt nema fyrir fyrirtæki sem eru með starfsmenn skráða í útlöndum.

1/9/06 19:10  
Blogger Hildigunnur said...

Vesen! Ég fékk borgað svona frá Nomus einu sinni.

1/9/06 21:23  

Post a Comment

<< Home