Bjútífúl dagur
Svo grilluðum við og ég fór í heita pottinn - alveg dýrð! Síminn minn varð þar að auki batteríslaus, svo ég var alveg laus við allt kvabb. Humm... gleyma oftar að hlaða símann? Mar' spyr sig...
Heima fyrir er allt í drasli - þegar maður er alltaf að vinna og engin fjölskylda, þá er maður heldur minna að hræra í skítnum. Verð víst að vinna bót á því fljótlega. Strumpur kemur á morgun, skólinn byrjaður og maður verður víst að taka upp meiri reglusemi í húshaldinu aftur - fara að elda og allt. Já, vel á minnst: Ástarþakkir, Hildigunnur, fyrir alveg haug af góðum uppskriftum. Þurfti reyndar að taka nokkrar út vegna hvítlauks og karrí (alltaf laukur í karrí) en eftir standa nokkrar vel spennandi, aðallega kjúllauppskriftir. Það er í góðu lagi, kjúlli er vinsæll hér.
Úff, ég er að horfa í kringum mig. Hvernig getur orðið til svona mikið drasl þegar maður er aldrei heima hjá sér? Ekki er hægt að kenna Tobiasi ræflinum um, því hann er í meira lagi snyrtilegur. Aha: Matti köttur!!! Sóðinn sá 'arna!
4 Comments:
jamm, ég tók eftir hvítlauknum, honum má pottþétt sleppa úr uppskriftunum. Svo má nú blanda sitt eigið karrí (kóríanderfræ, kumin, túrmerik, eftir eigin höfði)
Nú förum við bóndinn upp að Hreðavatni, sveppauppskeran klikkaði síðustu 2 sumur á stöðunum okkar. Það er algjör óþarfi að nota smjör, nota það aldrei þegar ég steiki sveppina til frystingar, geymast ekki eins vel þar sem smjörið þránar.
já og ég nennti ekki að taka neitt til í stóra kjúklingauppskriftafælnum, náttúrlega hellingur af uppskriftum þar sem ekki passa.
Haha. Nú er ég að svara öllu sem þú kommentaðir síðustu daga. Jamm. ekkert smjör á sveppina. Nóted. Ég er búin að fara í gegnum allar uppskriftirnar frá þér og vinsa úr og sit eftir með nokkrar feitar. Ástarþakkir.
þurftum ekki svona langan bíltúr, keyrðum bara að Hvaleyrarvatni og þar var mor af góðum furusveppum. Nú er kominn smá lager í frystiskápinn...
Post a Comment
<< Home