2006-08-23

Meinlætamataræði

Til að vinna nú bug í eitt skipti fyrir öll á langvarandi innantökum (sem staðið hafa meira og minna síðan ég hætti á brjósti...), hef ég nú loksins fundið hvað það er sem ég má ekki mér til munns leggja:

Mjólk og mjólkurvörur, allan lauk (lauk, hvítlauk, skallottulauk, graslauk, púrrulauk, vorlauk o.s.frv), sykur, kaffi og fisk (a.m.k. þorsk og ýsu), msg (sem ég kalla oftast óvart gsm).

Eftir er brauð (já, ekkert geróþol!), pasta, hrísgrjón, kartöflur, grænmeti (utan lauks), ávextir, kjöt, hnetur, fræ, egg, sojavörur.

Allt í lagi ef maður ætlar ekkert að elda af viti, en boring til lengdar. Nú skora ég á Hildigunni matgæðing og alla hennar kreðsa að gauka að mér uppskriftum við hæfi (þó eilítið þurfi kannski að laga þær til).

Ég fæ vatn í munninn við tilhugsunina... nammsílíbaba

2 Comments:

Blogger Hildigunnur said...

jahá. Þá er að fara að grafa í bækurnar og kollinn. Hmm.

Svo eru náttúrlega fullt af síðum með mat, þar sem maður getur valið frá hitt og þetta innihald. Kíkjum á Gestgjafavefinn þegar við hittumst næst, það er reyndar ekki hægt að kippa þessu öllu út en kannski sumu.

23/8/06 21:58  
Blogger Hildigunnur said...

búna senda slatta :-) Meira seinna.

23/8/06 22:31  

Post a Comment

<< Home