2006-09-14

Á uppleið

Jæja, dagurinn í dag ER betri en í gær. Og vonandi verður morgundagurinn ENN betri! Margir ljáðu mér auga í gær og óskuðu mér bata. TAKK!

Skrýtið. Dagurinn í dag er í sjálfu sér ekkert öðruvísi en sá í gær. Mér bara líður ögn skár. Veit ekkert af hverju. (Auðvitað ekki, annars myndi ég láta mér líða betur oftar... dööööh).

Fór m.a.s. loksins að garfa í því að panta far til Köben og hótel, til að hitta Snorra á sinni heimleið frá Fjarkistan.

Undarlegur andsk... hvernig maður hefur sig ekki einu sinni í að gera það sem er sannarlega skemmtilegt - eins og að panta far til útlanda og finna lúxushótel!

Jamm.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home