2006-09-06

Fimmti í sólberjatínslu

Það er verið að tína af sólberjarunnanum í fimmta sinn! Þetta er EINN runni. Ég held ég selji aðgang á næsta ári.

Hrikalega fékk ég góðan Nigellu-mat hjá Hildigunni í dag. Er enn að sleikja út um.

Fyndið. Einhvern tímann heyrði ég að umræðuefni kvenna eftir aldri væru svona:

10-20 ára: Föt og strákar
20-30 ára: Kynlíf
30-40 ára: Húsbúnaður
40-50 ára: Matur
50-60 ára: Heilsan
Yfir 60 ára: Hægðirnar

Ég er eitthvað seinþroska. Ég er enn á húsbúnaðarstiginu, þrátt fyrir heilmikinn mataráhuga. Og tek dýfur á fyrri skeið líka. Kannski einna helst að ég sé hætt að tala um stráka. Svoldið perró á mínum aldri. Tala auðvitað stundum um karlmenn... Tala reyndar um heilsu og hægðir líka. Vá. Ég er svona aldurslaus... eins og Catherine Deneuve...

4 Comments:

Blogger Hildigunnur said...

ja, við tölum nú stundum um Ragga og Finn, þannig að við erum enn að tala um stráka, right? :-D

7/9/06 12:01  
Blogger Ester Elíasdóttir said...

Júbb, það er víst alveg kórrétt!

7/9/06 18:56  
Blogger Ester Elíasdóttir said...

Hey! Gaman að hitta þig hér, Bryndís! Skoða líka stundum þitt blogg... Jibbíiííí...

10/9/06 17:55  
Blogger Barbie Clinton said...

Hahah, önnur barbie!!! Sennielga skyld mér. En enívei: Þá kafnaði ég á eigin slefi við að lesa að ég ætti að vera að tjatta um húsbúnað!! Kynlíf og strákar eru enn vinsælast. Þegar ég fer að blogga um kitchenaid þá má taka ærlega í mig.

10/9/06 23:17  

Post a Comment

<< Home