2006-09-12

Mamma talar um allt

Um daginn var ég að keyra með syni mínum. Hann talaði, að venju, út í eitt. Og spurði. Í þetta skipti spurði hann mig mýmargra persónulegra spurninga úr fortíð minni. Ég svaraði eftir bestu getu, svona eins og samviska mín og þroski hans leyfa. Engu laug ég en leyfði mér að svara ekki alveg öllu.

Svo kom stutt þögn (fjúkkett).

Svo sagði hann: Mamma, þú talar um allt! Svona er þetta ekki í Frakklandi.
Ég: Er það gott eða vont?
Hann: (með þunga) Gott! Það er hægt að tala við þig um allt. Það er frábært.

Ég elska hann líka...

1 Comments:

Blogger Hildigunnur said...

:-)

spáðu samt í hvað þessir krakkar sem voru nýfædd - tja - bara fyrir svona tveimur árum eða svo??? - eru orðin stór, mannaleg, hugsandi og ályktandi. Maður verður bara meyr...

12/9/06 22:25  

Post a Comment

<< Home