2006-09-15

Köben í höfn

Semsagt búin að kaupa miða til Kaupmannahafnar. Ætlaði að nota vildarpunkta, en það er alltaf uppselt í vildarpunktasætin, þótt önnur lággjaldasæti séu hvert um annað þvert. óvell.

Svo er verið að græja FÍNT hótel fyrir okkur og hin ,,offiserahjónin" sem verða þarna á sama tíma.

Snorri tók nebbla hirð vina sinna með sér til Fjarkistan að leika sér í stóra sandkassanum, eða þannig. Að öllu gamni slepptu, þá æxlaðist það þannig að nokkrir ágætir vinir hans sóttu um og fengu stöður, enda flestir Flugbjörgunarsveitarjaxlar með alls kyns viðeigandi reynslu.

Einn æskuvinur hans ætlar líka að hitta sína frú í Köben, svo við tjéllurnar förum saman snemma morguns 12.okt og hittum þá um kvöldið. Þannig gefst okkur tækifæri á að gera það sem okkur langar helst áður en þeir koma (veifandi visakortunum...)

Reyndar langar mig mest til að fara í allar antikbúðir og á alla flóamarkaði sem hægt er að finna. Snorri kvíðir því svolítið. Er búinn að taka af mér loforð um að hemja mig, en á móti sagði ég honum að hann yrði að láta sig hafa það að eyða með mér örlitlum tíma í þetta. Svo skjallaði ég hann til að mýkja hann upp og sagði að hann hefði svo gott auga. Sem hann reyndar hefur. Hann sér alltaf umsvifalaust ef eitthvað er að postulíninu eða kristalnum sem ég er á leiðinni að láta plata inn á mig. Svo finnst honum þetta ekkert leiðinlegt, svona í hófi.

Er búin að hósta stanslaust í meira en viku og ætla ekkert að losna við þetta. Er búin að tala við lækni, sem kvað þetta vera umgangspest. Er slöpp af svefnleysi, því hóstinn vekur mig endalaust. Ákvað að vera heima í dag, því á morgun er Amma Ruth opin og svo þarf ég að vinna á 101 annað kvöld. Þar verður mikið einkasamkvæmi sem ég var aðaltengiliðurinn í að skipuleggja (samkvæmishöldur er frá Bretlandi) og ég var búin að lofa að vera á staðnum.

Jamm. Best að leggjast aftur upp í. Eins gott að ég var nýbúin að fara á bókasafnið!

4 Comments:

Blogger Hildigunnur said...

úú, þetta verður gaman hjá ykkur. En vanti þig bækur þá á ég slatta sem þú hefur bókað ekki lesið

15/9/06 18:04  
Blogger Syngibjörg said...

Köben er dæjileg. Fer þangað í lok nóvember þegar ég útskrifast og fæ að syngja í Jazz Festival House, hlakka mikið til. En njóttu þín og mikið hefði ég áhuga að fá upplýsingar hjá þér um flottar antíkbúðir, er doltið inn á þeirri línu nebbla:O)

17/9/06 14:03  
Blogger Ester Elíasdóttir said...

Jamm, Syngibjörg. Ég hef nebbla ekki enn þrætt Köbenhavns Antik Forretninger. Síðast þegar ég kom til Köben var fyrir antikáhugann mikla. En minntu mig á þetta þegar ég kem til baka og ég skal með glöðu geði láta þig vita hvar er þess virði að kíkja inn.

17/9/06 18:26  
Blogger Kristin Bjorg said...

Ég var að reyna að kaupa gistingu í Köben á flotta SAS hótelinu í miðbænum út á punkta en þá var ekkert laust. Punktarir verða dauðir um áramót og því ætla ég að athuga með að panta hótel í London fyrir áramót og fara með mínum og eiga sóða helgi fljótlega eftir áramótin. Úlala. Þetta verður góð ferð hjá ykkur - Köben er svo þægileg og góð en við höfum ekki komið til London síðan 1998 og minn er kominn með fráhvarfseinkenni. Hann bjó þar í tvö ár meðan hann var í námi og gjörþekkir borgina. Verður reyndar til þess að ég er eins og viðhengi og læri ekki á lestar eða eitt né neitt - en það er líka stundum okey að stjórna ekki öllu.......

22/9/06 01:52  

Post a Comment

<< Home