2006-11-02

Stök lok og loklaus kör

Haldiði ekki að þetta sé bara að gera sig á eBay, betur en neitt annað sem ég hef reynt að koma út áður en ég fer til USA. Þegar ég keypti góðan lager hér um árið (svona oggulítið köttinn í sekknum, en vissi það ekki fyrr en síðar), lét seljandi fylgja frítt með nokkur stök lok og loklaus sykurkör og svoleiðis. Þetta var allt eitthvað ,,gamalt drasl" sem passaði ekki á neitt. Núnú, 2 árum og mikilli upplýsingu síðar, get ég selt þetta á bara nokkuð laglegu verði á eBay. Ég er auðvitað búin að rannsaka nákvæmlega hvað þetta er, hversu gamalt o.s.frv. en þetta kemur samt skemmtilega á óvart. Svona áður en allir fara að róta í skápum eftir stökum lokum ,,made in China", þá ber að tilkynna að laglegt verð er kannski $10.00-20.00, svo við erum ekkert að tala um ríkidæmi. Bara rosalega mikill gróði miðað við 0 í kostnað... Og svo voru þetta lok og kör frá hinu vandaða, virta og fjörgamla fyrirtæki Royal Copenhagen (en ekki eitthvað gamalt drasl)...

Það var dúndurstuð hjá Ömmu Ruth síðasta laugardag og fín sala. Hlakka til næsta laugardags, því fullt er af skemmtilegum munum í búðinni eftir Danmerkurtúrinn. Súkkulaðikönnur, tertuspaðar og ýmislegt annað sem alltaf er verið að spyrjast fyrir um. PLÖÖÖÖÖGGGGGGG.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home