Alli Sæm Læt
Ætla ekki að klára ferðasöguna. Bara það sem flokkast undir fyrirsögnina (í og eftir ferð):
- Gleymdi uppáhaldseyrnalokkunum mínum á fyrra hótelinu. Hringdi samdægurs (og daginn eftir). Þeir hurfu.
- Gleymdi að láta Securitas hafa lykilinn að bílnum þegar ég var í Flugstöð Leifs hins heppna. Ætlaði að láta þá hafa lyklana, biðja þá um að færa bílinn yfir í langtímastæði, láta þrífa, og koma með hann aftur þegar við kæmum heim. Varð að hringja nokkur símtöl heim til að koma í veg fyrir að hann yrði dreginn í burtu og borgaði svo meira fyrir bílastæðið heldur en ég hefði gert fyrir alla hina þjónustuna (og auðvitað er bíllinn jafn gauðdrullugur og fyrir).
- Ætlaði til Florida með manninum 6.nóvember. Var búin að skrifa það í dagatal, segja vinnuveitanda, vinum og vandamönnum (og eiginmanninum). Var búin að segja þeirri sem ætlar að hýsa okkur. Var búin að segja syninum og var að garfa í pössun. Var búin að segja öllum kúnnunum sem eru að kaupa af mér á eBay og ég mun senda vörurnar til eftir að ég kem út. Nema við erum ekkert að fara fyrr en 10.nóvember... Hef enga skýringu. Keypti sjálf miðana. Var bara óvart að skoða þá í dag og hið óskýranlega kom í ljós.
- Man ekki eftir fleiru svona, en miðað við ofangreint, þá er örugglega fleira í gangi...
Hjálp!
3 Comments:
vó!
Úppps.....
Nebbla!
Post a Comment
<< Home