2006-10-08

Afmælið heppnaðist stórkostlega!

Mikið var gaman í Ömmu Ruth í gær! Stöðug traffík allan daginn - fólk þáði sérrí og konfekt og keypti allt mögulegt. Margir voru að koma í fyrsta sinn og voru agalega hrifnir - tóku spjöld hjá mér til að kynna fyrir vinkonum og frænkum - og ætla að koma aftur. Margir vinir og vandamenn litu líka við og héldu upp á daginn með mér.

Frábær dagur!

Nú verður lokað næsta laugardag, því þá verð í ég ,,innkaupaferð". Eiginlega er ég nú að fara að hitta hann Snorra minn, loksins, sem kemur frá Afghanistan í vikunni. Við ætlum að hafa það svo ljómandi huggulegt saman í nokkra daga áður en haldið er heim í hverdaginn. En það verður sko örugglega kíkt í nokkrar antikbúðir og á einhverja flóamarkaði... Annað væri ekki hægt, enda þarf ég að útvega nokkrum frúm muni inn í stellin þeirra.

Í kvöld er svo keila hjá starfsmönnum 101 hotel og verður eflaust mikið fjör að venju.

Gaman að vera til!

3 Comments:

Blogger Kristin Bjorg said...

Ég var í Hilleröð um daginn - 40 mín frá Köben - ertu ekki annars að fara til Köben? Og þar í göngugötunni rakst ég á búð sem selur allskonar gamlan borðbúnað - eða eins og þeir auglýstu - það sem vantar í stell.....ansi hreint sniðgt og fullt af borðbúnaði og glösum o.fl.....

10/10/06 11:42  
Blogger Hildigunnur said...

hvenær kemurðu heiiiim? (á bloggið, að sjálfsögðu)

16/10/06 13:35  
Blogger Barbie Clinton said...

Innilega til hamingju með frænkuna!

17/10/06 18:41  

Post a Comment

<< Home