2006-11-29

Boð í nta veldi

Snorri fer aftur til Afghanistan á mánudaginn 4. desember. Því hafa alls kyns boð fjölfaldast. Á föstudaginn var vorum við boðin í kvöldmat til systur hans og mágs. Þar voru auðvitað kræsingar á boðstólum, að venju. Á sunnudaginn fórum við bæði í kaffi til foreldra hans og í bloggarakvöldverð til Hildigunnar. Yndislegar en ólíkar upplifanir. Alltaf jafn huggulegt að fara í kaffi til tengdó, því ekki eru þau bara yndislegt fólk, heldur er tengdó mikil eldhúskona og bakar og eldar af list.

Hildigunnur og hennar spúsi klikka nú heldur aldrei í matardeildinni og svo var það viðbótaránægja að hitta hina og þessa bloggara, tala frönsku við spúsa Parísardömunnar og hitta Baun, sem ég reyndar man eftir úr menntaskóla. Frábært kvöld.

Svo tóku okkar eigins bjóð við. Í gærkvöldi var Friðargæslusammenkomst - þrír félagar Snorra ásamt eiginkonum og börnum. Hver kom með eitthvað á borðið og við lögðum til bætta Ora humarsúpu. Svona stöndum VIÐ okkur nú í matargerðinni... Tókst vel og skemmtilega - fullt af fallegum, vel uppöldum og skemmtilegum börnum frá tæplega 1 árs upp í 14 (Strumpur var aldursforseti ungviðisins).

Í kvöld koma svo tengdó, mamma og systir mín í kvöldkaffi, á föstudaginn kemur mágkona mín og svili, ásamt dætrum, í kvöld mat og á laugardagskvöldið koma stór- og spilavinir okkar Haddi og Ella í kvöldmat og spilerí. Hef ekki tekið svona törn lengi. En þegar búðið er að taka almennilega til og byrjað að baka og elda, gengur þetta allt upp.

1 Comments:

Blogger Kristin Bjorg said...

Gangi þér vel í törninni og góða skemmtun!

30/11/06 09:56  

Post a Comment

<< Home