2006-12-19

Bóndi kemur heim um jólin!

Hvort sem bænir ykkar dugðu eða annað kom til, sáu Nojararnir frændur okkar aumur á þeim þremur skitnu Íslingum sem eftir hefðu orðið í Fjarkistan um jólin og tróðu þeim með sér n.k. fimmtudag til Osló. Þaðan kemur minn heittelskaði svo á föstudaginn við húrrandi hamingju hér.

Var í jarðarför í dag hjá aldraðri föðusystur Snorra og setti að mér grát mikinn þegar ég var að ganga út úr kirkjunni. Alveg toppurinn á kjánahrollnum - þekkti hana varla og hún gömul og lífsþreytt. Er bara með sálina utan á mér þessa dagana og varla má segja bö án þess að ég sé í það minnsta með ekka. Strumpur á leið á jólaball og á enga hreina peysu, því ég hef verið í tætlum hérna undanfarið, og ég er með móral ársins yfir því hvað ég er ómöguleg mamma.

Jiii - held það sé tími á faðm bóndans. Verst að hafa hann ekki nema fjóra daga. Dugir mér varla fram í byrjun mars ef ég ætla að vera svona óttalega lin áfram

Ánægjulegir hlutir gerast nú samt líka (gudskelov). Baun kom í búðina í gær og skoðaði margt og fékk skemmtilegar jólagjafir fyrir ýmsa hér, m.a. fyrir sjálfa sig, fyrir ákaflega sanngjarnan prís. Við spjölluðum og hlógum og á eftir sagði Strumpur: hvað var svona rosalega fyndið - þið hlóguð og hlóguð? Ég tók bara ekkert eftir því að við hlægjum svona mikið, en það var samt mjög gaman að fá Baun.

Kannski koma fleiri Bloggvinir? Lifi í voninni. Opið næst á fimmtudaginn 10-20!

Hei - kíkið á smáauglýsingarnar mínar á mbl.is, undir antik...

3 Comments:

Blogger Kristin Bjorg said...

Gott að heyra að þú færð kossa og knús frá makanum um jólin....
Var ekki Vogaskóli bara næs?Ég er nú spæld yfir að Guðbjörg sé að hætta- og hissa nú þegar skólinn er að verða tilbúin og hún búin með framhaldsnám....

20/12/06 00:16  
Blogger Ester Elíasdóttir said...

Jú, skólinn var næs, en sumir krakkanna svoldið erfiðir. Kannski er ég komin úr æfingu...

Já, enginn veit hvað Guðbjörg ætlar að gera. Leitt að missa hana. Ég hvet Snædísi grimmt til að sækja um og vona bæði að hún geri það og fái stöðuna.

20/12/06 11:44  
Blogger Kristin Bjorg said...

Snædís er æði - búin að vera heilmikið með Önnu minni í námsverinu og öðrum stuðningi og ekkert nema frábært um hana að segja....

20/12/06 16:34  

Post a Comment

<< Home