Hér er legið á bæn. Einhver (veit reyndar hver - og veit hvaða leið börnin hans fara í skólann...) gleymdi að græja heimferðina fyrir friðargæsluliðana svo þeir gætu notið jóla með nánustu. Ferðin til Íslands klikkar reyndar ekki, Flugleiðir eru samstarfsfúsir og næs (vóóóó...) en aðalhöfuðverkurinn er að komast frá Kabúl. Snorri og fleiri eru búnir að vera pungsveittir að troða sínum mönnum inn í Pegasus vélar til Noregs og Danmerkur og nú er svo komið að aðeins hann og tveir aðrir eru ómunstraðir enn. Þeir eiga reyndar pantað í gegnum Dubai (Kabúl-Dubai-London-Keflavík) á morgun, en vilja frekar treysta á að geta setið ofan á einhverjum kassa, eða hver í fanginu á öðrum, í Pegganum sem fer til Noregs á miðvikudaginn. Ástæðan er sú að frá Kabúl yrðu þeir að fljúga með afganska flugfélaginu Ariana, sem í daglegu tali er kallað Scariana. Flugmennirnir eru fínir og ekki mikil slysasaga, en allir vita að vélarnar þeirra hanga bara saman á Allah áköllum flugmanna og farþega, og því lengur sem þeir fljúga slysalaust, þeim mun styttra er í stóra slysið.
Biðjið með mér, bloggvinir fagrir, og ákallið hvert það yfir(náttúrulega)vald sem ykkur hentar.
2 Comments:
urrdan! Krossum hér alla putta...
ææ, vona að allt fari að óskum
Post a Comment
<< Home