2006-12-16

Tekið upp úr tuttugu kössum

Já, börnelille. Keypti af aldraðri, lasinni konu út í bæ heila tuttugu kassa af antik og eldri munum sem hún er búin að safna síðan hún var ung, hér og þar um heiminn. Hér höfum við tengdamamma (gvuð blessana) unnið sleitulaust við að handþvo, pússa, yfirfara, verðmerkja, mynda, setja á heimasíðu í hátt í þrjú dægur og enn er a.m.k. helmingurinn eftir. Flóran í Ömmu Ruth er í ofvexti og plássið af skornum skammti. Nú verða bara allir að mæta í stresslausu krúttbúðina og finna litla sæta gjöf handa einhverjum kærum.

Upp úr kössunum komu m.a. bollatvennur, bollaþrennur, eggjabikarar, kaffikönnur, kertastjakar, konfektskálar, kristalsmunir, matardiskar, matarföt, mánaðarbollar, mánaðarkrúsir, mokkakönnur, pressuglersmunir, rjómakönnur, skálar á fæti, skrautdiskar, skrautskálar, smjörkönnur, sósukönnur, súkkulaðikönnur, súpudiskar, sykurkör, tarínur, tekatlar, tepokadiskar, vasar og öskubakkar.

Takið eftir: þetta var í stafrófsröð.

Og svo margt fleira, eins og mokkakanna með innbyggðri spiladós og últrasett reykingamannsins/kvendisins (öskubakki, sígarettustandur og eldspýtustandur - allt með sama rókókóflúrinu...)

Opið á morgun frá 10-18. Hint, hint, plögg, plögg

0 Comments:

Post a Comment

<< Home