Tekið upp úr tuttugu kössum
Upp úr kössunum komu m.a. bollatvennur, bollaþrennur, eggjabikarar, kaffikönnur, kertastjakar, konfektskálar, kristalsmunir, matardiskar, matarföt, mánaðarbollar, mánaðarkrúsir, mokkakönnur, pressuglersmunir, rjómakönnur, skálar á fæti, skrautdiskar, skrautskálar, smjörkönnur, sósukönnur, súkkulaðikönnur, súpudiskar, sykurkör, tarínur, tekatlar, tepokadiskar, vasar og öskubakkar.
Takið eftir: þetta var í stafrófsröð.
Og svo margt fleira, eins og mokkakanna með innbyggðri spiladós og últrasett reykingamannsins/kvendisins (öskubakki, sígarettustandur og eldspýtustandur - allt með sama rókókóflúrinu...)
Opið á morgun frá 10-18. Hint, hint, plögg, plögg
0 Comments:
Post a Comment
<< Home