Hamingjujól
Jólin voru svo auðvitað bara frábær í framhaldi af heimkomu Snorra - burtséð frá eðalsteinum! Huggulegheit hér á aðfangadagskvöld með mömmu og systur minni og svo kvöldkaffi hjá mágkonu minni og svila.
Endurtekið efni frá fyrri jólum í framhaldinu, eins og vera ber (snúast ekki jólin hrikalega mikið um hefðir hjá okkur?) Sænsk jólaskinka hjá tengdó á jóladag og eftirmiðdagsboð hjá pabba og spúsu hans á 2. í jólum.
Leti mikil þessa dagana (samkvæmt ofangreindum venjum og hefðum). Er búin að púsla tvö púsluspil, lesa svolítið, sofa hrikalega mikið og borða mátulega mikið.
Strumpur varð, svona í fyrstu, heldur vonsvikinn með pakkana en ég leiddi honum fyrir sjónir að óskalistinn hefði verið heldur hátt spenntur og hann er búinn að taka gleði sína á ný. Hann er líka svoldið mikill únglíngur þessa dagana og skapið í nettum sveiflum.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home