2006-12-29

Hamingjujól

Já, mín kæru, Snorri komst heim fyrir jól. Mætti klukkan 22.00 á Þorláksmessukvöld og það fyrsta sem hann setti í hendurnar á mér voru 3 rúbínar! Þeir fóru svo í skoðun hjá Siggu og Timo í Hafnarfirði og þar komumst við að því að sá stærsti var mun meira virði en Snorri hafði borgað fyrir, þótt hinir smærri væru nú eiginlega frekar ómerkilegir. Hlakka til að fá hálsmen með 2ja karata rúbín, sem Timo horfði græðgislega á...!

Jólin voru svo auðvitað bara frábær í framhaldi af heimkomu Snorra - burtséð frá eðalsteinum! Huggulegheit hér á aðfangadagskvöld með mömmu og systur minni og svo kvöldkaffi hjá mágkonu minni og svila.

Endurtekið efni frá fyrri jólum í framhaldinu, eins og vera ber (snúast ekki jólin hrikalega mikið um hefðir hjá okkur?) Sænsk jólaskinka hjá tengdó á jóladag og eftirmiðdagsboð hjá pabba og spúsu hans á 2. í jólum.

Leti mikil þessa dagana (samkvæmt ofangreindum venjum og hefðum). Er búin að púsla tvö púsluspil, lesa svolítið, sofa hrikalega mikið og borða mátulega mikið.

Strumpur varð, svona í fyrstu, heldur vonsvikinn með pakkana en ég leiddi honum fyrir sjónir að óskalistinn hefði verið heldur hátt spenntur og hann er búinn að taka gleði sína á ný. Hann er líka svoldið mikill únglíngur þessa dagana og skapið í nettum sveiflum.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home