Viðbótarhamingja!
Fórum í árlegt hanastél Utanríkisráðuneytis fyrir Friðargæsluliða og maka í gærkvöldi. Valgerður Sverrisdóttir bauð nú bara af sér þokkalegan þokka og hélt ræðulega ræðu (enda á ástkæra ylhýra...).
Fínt að bíta og brenna en fórum samt mörg (hátt í þrjátíu) þaðan á Rossopomodoro og fengum fínan mat og alveg frambærilega þjónustu þrátt fyrir að vera mjög mörg og alveg óvænt. Mistök urðu með minn rétt (ég get ekki borðað neitt laukkyns og tók það fram), en því var kippt snarlega í liðinn og ég fékk, bara örfáum mínútum síðar, alveg agalega gott humarpasta.
Bíóferð á eftir og svo bara áframhaldandi leti...
0 Comments:
Post a Comment
<< Home