43 ára, gift honum Snorra Hrafnkelssyni, sem vinnur í Afghanistan, fyrir friðargæsluna. Á hann Ragga (Nicolas Ragnar Muteau) með mínum fyrrverandi. Er enskukennari að mennt og hef kennt í Vogaskóla (voða gaman). Rek litla antikverslun í kjallaranum heima í Skipasundi 82, þar sem hægt er að fá eldri og heldri borðbúnað. Vinn svo með því á 101hotel, þar sem ég er aðstoðarmaður framkvæmdastjóra. Mjög skemmtilegt starf og áhugaverður vinnustaður. Hangi mikið á eBay fyrir búðina en hef annars gaman af því að sauma bútasaum (í höndunum, takið eftir), ferðast, borða góðan mat, fara á góðar kvikmyndir og í leikhús og óperur, spila svolítið sjálf, synda í sjónum (við hæfilegt hitastig í útlöndum) og eiga gott líf. Berst reyndar við vefjagigt og þunglyndi en held því skefjum með ýmsum ráðum. Líkamlegir verkir eru þó mun skárri en andlegir... Læt þessa bansettu sjúkdóma þó sjaldan leggja mig. Baráttukveðjur til allra á sama báti!!!
3 Comments:
ekkert mál, mín kæra :-)
Nú geta líka allir kommentað hjá þér. Setti ekki inn word verification dótið, ef þú ferð að fá einhverjar spamhrúgur getum við sett það inn.
Takk, takkarakktakk, tukkum takk!
jæja, þetta er nú flott!
og gleðilegt ár Ester - vona að þín frábæra búð, Amma Ruth, blómstri og dafni sem aldrei fyrr:)
Post a Comment
<< Home