2007-01-24

Hænuskref

Jæja, bloggfær að nýju. Að mestu. Verst að nú er bansett vefjagigtin búin að taka sig upp með hávaða og látum en ég hef varla vitað af henni í 2-3 ár! Mín tilgáta er sú að að þunglyndislyfin hafi hjálpað heilmikið upp á og að þegar áhrifa þeirra gætir ekki lengur er allt í drasli. Hins vegar, á meðan ég var með barni, var ég svo einbeitt og staðráðin í að vera ekki veik að ég bældi allt slíkt niður með hörku. Sem kemur mér sannarlega í koll núna.

Á tíma hjá heimilislækni næsta mánudag og þaðan fer ég EKKI út fyrr en hann er búinn að koma mér í hendurnar á færum geðlækni. Hef nefnilega verið geðlæknislaus í 3 ár, eða frá því minn yndislegi og ástkæri læknir hætti að reka stofu. Ætla ekki að byrja lyfjatöku á ný samkvæmt eigin höfði. Slíkt er aldrei ráðlegt, kannski síst með geðlyf. Í millitíðinni eru það stuttir vinnudagar (í mesta lagi 4 tímar), göngutúrar og fresta-forever því sem ekki er bráðnauðsynlegt.

Svo er janúar alveg að verða búinn! Febrúar er skárri af því að hann er þremur dögum styttri!

10 Comments:

Blogger Syngibjörg said...

Gott að heyra frá þér mín kæra. Og vertu alveg ákveðin við lækninn, það gerir það enginn víst fyrir okkur.Sendi þér góða strauma.(ættu að komast til þín í rokinu sem nú geysar yfir)

24/1/07 23:22  
Anonymous Anonymous said...

sko til, gott að sjá þig aftur á stjái:-)

25/1/07 08:22  
Blogger Kristin Bjorg said...

Verum sterkar - gangi þér vel....

25/1/07 12:19  
Blogger Hildigunnur said...

viltu að ég setji upp síuna fyrir þig? sá að þú varst að tala um hana hjá Kristínu Björgu.

25/1/07 15:31  
Anonymous Anonymous said...

Þú stendur aldeilis í ströngu og ýmislegt sem dynur á þér, en hér færðu bestu baráttukveðjur. Það er þó gott að hugsa til þess að daginn lengir um nokkrar mínútur um þessar mundir og það á hverjum degi! Mér þykir allavega gott til þess að hugsa á þessum myrkasta tíma.

25/1/07 17:25  
Anonymous Anonymous said...

Úps, athugasemdin hér að ofan er frá Addý.

25/1/07 17:25  
Blogger Ester Elíasdóttir said...

Hildingunnur! Já! Já! Takktakk. Og svona myndagismó, svo ég geti sett upp myndir af teppum (sem ég þarf reyndar að fara út af örkinni til að taka).

27/1/07 10:46  
Anonymous Anonymous said...

búin að setja inn síu, en myndadæmið er ekki template neitt, fídusinn er til staðar, bara nota sér hann. Ég nota reyndar ekki blogger myndakerfið en við finnum út úr því.

27/1/07 18:24  
Blogger Hildigunnur said...

búin að setja inn síu, en myndadæmið er ekki template neitt, fídusinn er til staðar, bara nota sér hann. Ég nota reyndar ekki blogger myndakerfið en við finnum út úr því.

27/1/07 18:29  
Anonymous Anonymous said...

hvað er með að allt kemur tvisvar inn frá mér?

28/1/07 11:46  

Post a Comment

<< Home