2007-01-18

Núllstilling

Þannig líður mér. Og það er ekki eins vont og ég átti von á. Alla veganna í dag. Einn dagur í einu, er það ekki?

Aðgerð gekk vel, fyrir utan mótefnasprautu sem gleymdist að gefa mér (ég er rhesus-negatív, ef það segir ykkur eitthvað), svo ég þurfti að drattast fram úr bæli í eftirmiðdag og koma mér aftur upp á spítala. Mamma var til halds og trausts og tengdapabbi keyrði fram og til baka í marggang. Strumpur kemur á nokkurra mínútna fresti til að veita mér knús og klapp. Bóndinn kemst ekki heim fyrr en á laugardag, vegna fannfergis í Kabúl, en hann kemur þó.

Mikið á ég góða að. Og gott er að geta munað það þegar illa gengur og geðið aumt.

5 Comments:

Anonymous Anonymous said...

sendi þér bestu batnkveðjur

19/1/07 08:15  
Blogger Kristin Bjorg said...

Góðan bata og farðu vel með þig stúlka mín

19/1/07 09:07  
Blogger Syngibjörg said...

Góðan bata og vertu dugleg að leyfa fólkinu þínu að hugsa um þig.

19/1/07 14:41  
Anonymous Anonymous said...

Gangi þér vel að ná þér og leyfðu þér bara að vera eins sorgmædd og þú vilt.

19/1/07 15:24  
Anonymous Anonymous said...

Tek undir orð Parísardömunnar, líðanin verður bara verri ef maður reynir að harka of mikið af sér.

20/1/07 20:25  

Post a Comment

<< Home