2007-01-11

Kannski-vondar fréttir...???

Fékk óþægilegar fréttir í dag. Veit ekki enn hvort þær eru vondar eða ekki. Það ætti að skýrast næsta miðvikudag.

Sorrí að vera svona kriptikk. Allt upplýsist von bráðar.

Fór í últralangan göngutúr í massaðri snjókomu til að losa mig við stress, neikvæðar hugsanir og geðfýlu. Tókst bara furðuvel.

Bútasaumur í kvöld - klikkar ekki til að kæta. Eina sem skyggir þar á að í þessum kulda er ég öll sprungin á fingrunum og svolítið sárt að sauma. Búin að prófa x-tán gerðir af handáburði. Góðar ábendingar vel þegnar.

12 Comments:

Anonymous Anonymous said...

það eina sem hefur virkað hjá mér á hendurnar er Bodyshop hampáburður (búinn til úr hampjurt).

vona að fréttirnar reynist ekki vondar...

12/1/07 09:32  
Blogger Syngibjörg said...

´Handábúrður frá Crabtree Evelyn er laaang laaaang bestur. Þessi í brúna dunkinum með konuna í pilsinu að dytta að garðinum sínum á. Er ekki með sprungnar hendur lengur heldur silkimjúkar og fínar. Á burðurinn fæst í apótekum eða snyrtivörubúðum. Hér kaupi ég hann í búð mágkonu minnar.

12/1/07 09:51  
Blogger Syngibjörg said...

Já, ég krossa fingur vegan fréttarinnar.Vonum það besta...

12/1/07 09:51  
Blogger Hildigunnur said...

hmmm, látum þær ekki reynast vondar...

Lansinoh svínvirkar á sprungnar varir og þannig, gætir prófað að bera á fyrir svefninn (það sígur ekkert inn þannig að örugglega ekki gott að vera mikið með það á puttunum yfir daginn)

12/1/07 10:37  
Blogger Ester Elíasdóttir said...

Prófa Crabtree Evelyn. Reyndar man ég að Bodyshop Hampáburðurinn reyndist alveg ágætlega líka. Lansinoh held ég að sé með lanolini, sem ég er með ofnæmi fyrir, svo ég sleppi því.

Takk fyrir allar ábendingarnar. Er bara mátulega bjartsýn með fréttirnar. Reyni að spá ekki frekar í það fyrr en á miðvikudag.

12/1/07 12:35  
Blogger Ester Elíasdóttir said...

Auðvitað væri LANGBEST að fara aftur til Flórída!!!

12/1/07 12:36  
Blogger Hildigunnur said...

já, Lansinoh er með lanólíni, þýðir þá lítið. Held að Eucerin fáist hér, amk. kannast ég vel við nafnið.

og meira Flórída hljómar ekki illa hér í kuldanum, neheits!

12/1/07 14:43  
Blogger Kristin Bjorg said...

Þegar ég var sem verst af sóranum þá þurfti ég að sofa með hanska - það er eiginlega það sem ég get ráðlagt þér - feitur og góður áburður og hanskar. Ég svaf líka með áburð og plastpoka á fótum og með þykka leðuju, plast og net á hausnum!
Mesta furða að Gulli skuli enn sofa við hlið mér því ég var ekki beint falleg

12/1/07 15:34  
Anonymous Anonymous said...

Þekki konu sem var með exem og illa sprungnar hendur. Hún fór í Heilsuhúsið og keypti sér Jurtasmyrsl frá Móu, geðveikt gott krem sem virkar á brunasár og fleira. Meðmæli með þessu kremi er að það er notað á skurðdeild Barnaspítala Hringsins og þykir afar græðandi. Ég elska það! Það liggur við að það græði hjartasár vegna ástarsorgar ... hehehehe

12/1/07 19:11  
Blogger Ester Elíasdóttir said...

Jurtasmyrsl frá Móu! Prófa það bara líka!

Hvernig hanska, Kristín Björg? Bómullar?

12/1/07 20:51  
Blogger Unknown said...

Eucerin fæst á Íslandi, í apótekum. Alla vega í Lyfju.

13/1/07 01:40  
Blogger Kristin Bjorg said...

Já - hvíta bómullar hanska sem ættu að fást í apótekum.

15/1/07 09:41  

Post a Comment

<< Home