2007-01-06

Ónýtt lín

Er dottin ofan í bútasauminn minn, sem gerist nokkrum sinnum á ári í nokkrar vikur. Ég bútasauma efir agalega anal reglum:

1. Ég sauma aðeins í höndunum (á ekki saumavél). Öll samsetning og frágangur er líka í höndunum.
2. Ég sauma aðeins úr endurunnum efnum (með mjög takmörkuðum undantekningum). Sjá nánar að neðan.
3. Hvert stykki er einstakt og upp úr mér, þótt ég fái stundum hugmyndir héðan og þaðan.
4. Hvert stykki tekur að meðaltali 3 ár í framleiðslu, sem gerir ekkert til, því ég framleiði eingöngu erfðagripi sem fara aldrei úr tísku.
5. Í hverju stykki á hvert efni helst að koma aðeins einu sinni fyrir.

Í framhaldi af reglu númer 2 og 5, vantar mig alltaf efni, þ.e.a.s. úrval en ekki magn. Nú skora ég á ykkur að hugsa til mín, áður en þið farið í Sorpu næst, og athuga hvort ekki má láta tjéllinguna með nálina fá eitthvað.

Ég nota aðallega hrein og blönduð bómullarefni, án teygju, en í sumum tilfellum kemur fleira til greina. Í teppunum mínum eru saumaafgangar, skyrtur, blússur, pils, kjólar, buxur, hálsklútar, dúkar, servíettur, sængurföt, lök, viskustykki, náttföt, gluggatjöld, vasaklútar, boxerar og meira að segja lífstykki frá ömmu minni. Og eflaust er ég að gleyma einhverju.

Ef ég fæ eitthvað sem ég get ekki notað, læt ég það í Sorpu eða kem því áleiðis til annarra bútasaumskvenna sem nota öðruvísi efni en ég. Ég er nefnilega í alveg frábærum svoleiðis klúbbi með dýrlegum konum, sem gætu flestar verið mömmur mínar.

7 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Lestu það sem Harpa skrifar um og kallar Geðveiki, efst á síðunni hennar. Hún þurfti raflost, hún var svo veik. Hún skrifar mjög opinskátt um þetta og hefur t.d. breytt allri sýn minni á sjúkdóminn.
Og annað, ég get komið með alls kyns efnisbúta og blússur (kannski ekki mikið, en eitthvað) þegar ég kíki á þig, vonandi einhvern næstu þrjá laugardaga. Á útsöluna.

6/1/07 23:48  
Anonymous Anonymous said...

Teppin þín hljóta að vera fín. Læra að taka myndir og setja hingað inn!

7/1/07 08:57  
Anonymous Anonymous said...

já, mig langar líka að sjá myndir!

7/1/07 14:44  
Blogger Hildigunnur said...

kíkjum á þetta með myndirnar. Og teppin hennar Esterar eru flott, það eru engar ýkjur :-)

7/1/07 15:57  
Blogger Ester Elíasdóttir said...

Jebbs, næst þegar Hildigunnur kíkir á mig setjum við myndir inn. Tja. Það er nú það. Á þær ekki á digital og flest teppin eru úti í bæ. Verð að skottast um og taka myndir. Þarf auðvitað að eiga þetta einhvers staðar á tölvutæku formi... Byrja hjá mömmu í kvöld.

7/1/07 17:44  
Blogger Syngibjörg said...

Ég bíð hér í ofvæni eftir að fá borðið sem ég var að kaupa mér sérstakleg ætlað fyrir skurðarbrettið, dúkinn og sumavélina. Ég kynntist nefnilega bútasaum hér um árið og kolféll náttla en það að gera þetta í höndum jaðrar við geðveiki. Mikið dáist ég að þér. Og myndir jahá sko.

8/1/07 23:41  
Blogger Ester Elíasdóttir said...

Jebbs! Geðveiki. Jebbs! Smá þráhyggja/fullkomnunarárátta í gangi, svona í bland við þunglyndið... híhííihí

10/1/07 22:11  

Post a Comment

<< Home