Betri dagur í dag og svona óvenju afkastamikill...
Kom alveg svakalega miklu í verk í dag, sem er alltaf mikil upplyfting.
Nú er bara heilsubótar-útburðar-gangan eftir. Það er sem sagt klukkutíma göngutúr þar sem ég ber út auglýsingu fyrir Ömmu Ruth. Byrjaði í sumar og er búin með allt Voga, Heima, Sund, Teiga og Læki og er núna í Gerðunum. Alveg brillíant plan:
A. Fæ þá hreyfingu sem hugur og skrokkur þurfa, án þess að þykja það leiðinlegt.
B. Auglýsi Ömmu Ruth - ekki veitir af, börnin góð!
C. Hitti fullt af bráðskemmtilegum og vinalegum köttum.
D. Sé mörg skemmtileg, falleg, ljót, skrýtin, sóðaleg, undarleg, glæsileg hús.
E. Mynda mér skoðun á bréfalúgum
Jamm.
2 Comments:
Ég fékk algjörlega nýja sýn á þunglyndi þegar ég fór að lesa bloggið hennar Hörpu sem ég hlekkjaði við síðuna mína. Hún talar þar mjög opinskátt um veikindi sín og er alveg frábærlega skemmtileg. Í gegnum lestur á síðunni hennar hef ég áttað mig á því hversu margir þykjast vita allt um þunglyndi og sumir vilja meina að það læknist allt með tebolla og göngutúr. Ekki hef ég séð leikmenn haga sér svona gagnvart hjartasjúklingum. Urrrr! Ef þú hefur ekki lesið síðuna hennar þá bendi ég þér og milljón öðrum að kíkja.
Hafðu það gott og ég vona að það verði fullt út úr dyrum hjá þér á útsölunni og bara alltaf. Ég er á leiðinni fyrr eða síðar.
Takk, Gurrí! Nákvæmlega það sem ég hef lent í, jafnvel hjá vel upplýstu fólki; er þetta ekki bara spurning um viljastyrk/rífa sig upp úr doðanum/éta Ginseng.... Tvöfalt grrrrr... Kíki pottþétt á síðuna hennar Hörpu.
Post a Comment
<< Home