Veislufár!
Er að spá í að vera í einhverju mjög teygjanlegu allan daginn svo ég geti fengið mér af öllum sortum... hehehe...
Fimmtán manns hér svo annað kvöld en ég kemst ákaflega vel frá því. Allir koma með eitthvað á kalda borðið! Ég legg til húsnæði og drykkjarföng (og smáköku- og konfektafganga). Bara brillíant!
4 Comments:
Jahérna Ester mín, gleðilegt ár til þín og þinna. Komst núna fyrst til að lesa bloggið, það var æsispennandi að vita hvort Snorri kæmist heim eður ei. Fyrst ástandið var svona hefði það nú verið lítið mál að redda trénu heim fyrir ykkur, þetta er jú einu sinni björgunarsveit, bjargar hlutunum, hahaha. Dixit la championne des mauvaises blagues.
Svo langar mig að kíkja í búðina til þín bráðum, vantar spes gjafir handa tveimur dömum, reyndar mjög ungum, vona að mæðurnar (systur mínar) eigi háar hillur.
Jibbí, loksins tókst mér að setja inn komment! Ansi er ég klár! Nú er friðurinn úti ...
Hey! Gaman að heyra frá þér. Endilega kíktu til mín. Opið á laugardögum 10-16. Og nú er komin megaútsala! Hlakka til að sjá þig!
Vá, hvað ég er á leiðinni til þín. Búin að skoða heimasíðu Ömmunnar bak og fyrir og líst rosalega vel á úrvalið. Kveðja af Skaganum!
Post a Comment
<< Home