2007-02-10

Fljóttfljótt bloggið sem ég lofalofaði

Noh. Ég veit bara ekki hvenær ég náði að blogga síðast. Nú er sól bara farin að hækka á lofti - ég verð að koma því í verk að fá mér rúllugardínu á skrifstofunni, því sólin er farin að blinda mig við tölvuna.

Vinnustaðurinn í miðbænum varð illa úti í síðasta Gestgjafa, svo nú er allt á öðrum endanum þar að bæta málin. Búin að vera að semja starfsmannahandbók síðustu tvær vikur. Mikið um að vera en bara voða skemmtilegt. Það er að myndast almennilegur starfsmannaandi, jákvæðni, vilji og metnaður til að hafa þetta gott!

Svo eru auðvitað taldir niður dagarnir þar til Snorri kemur aftur - þeir eru 18! Í fyrsta sinn í þrjú ár verður hann heima á brúðkaupsafmælinu okkar (5 ár núna!) og á afmælinu sínu. Hann missti m.a.s. af eigin fertugsafmæli í fyrra en upplifði næturvakt í Afghanskri auðn og sá úlfahjörð... ekki slorleg afmælisgjöf það.

Alltaf er reytingur í Ömmu Ruth og nú eru dúkadagar... plögg, plögg. Stundum blogga ég til að plögga (tókuð þið eftir innríminu...)

Lífið er bara gott, enda hefur daglegur geðlyfjaskammtur verið endurvakinn.

8 Comments:

Blogger Syngibjörg said...

Það er gott að heyra að þú hefur nóg fyrir stafni. Alltaf betra en að láta sé leiðast.
Farðu samt vel með þig.

10/2/07 20:23  
Anonymous Anonymous said...

ég er nú soldið forvitin, hvaða vinnustaður er þetta sem "varð illa úti í síðasta Gestgjafa"??

er það kannski leyndó? er þetta veitingastaður sem fékk óvægna gagnrýni?

ég er bara eitt spurningarmerki í framan (en það er ekkert nýtt)

12/2/07 08:28  
Blogger Kristin Bjorg said...

Gott að heyra frá þér aftur og já það er gott að daginn er tekið að lengja og við bara nokkuð brattar - er það ekki!

12/2/07 10:04  
Blogger Ester Elíasdóttir said...

Blessuð vertu, Baun. Þetta er ekkert leyndó. Ég vinn á 101 hotel - er aðstoðarmaður framkvæmdastjóra þar. Og nú er verið að taka á málunum - bæta mat, þjónustu og allt! Það verður ekkert slor að koma til okkar... Var það svo sem ekkert fyrir, en alltaf má gera betur!

Já, við vorum heldur betur tekin í bakaríið - sumt var reyndar alveg gúgú (eins og við höfum aldrei notað frosið grænmeti hér og eftirréttirnir koma EKKI úr fernu), en annað gátum við alveg tekið til okkar og lagað. Og í því stend ég nú.

12/2/07 15:26  
Anonymous Anonymous said...

obbobbobb, þá er bara að hysja upp um sig og gera betur, gott hjá ykkur:)

(hef reyndar aldrei borðað þarna)

13/2/07 11:44  
Blogger Syngibjörg said...

Er ennþá svona mikið að gera að þú hafir ekki tíma fyri smá bloggfréttir??

15/3/07 17:36  
Blogger Unknown said...

heyrdu, pinu farin ad sakna bloggsins!

9/4/07 01:18  
Blogger Barbie Clinton said...

O komdu nú með reglulegri ríport. Verð að koma og kaupa mér diska hjá yður diska.

25/10/07 21:13  

Post a Comment

<< Home