Fljóttfljótt bloggið sem ég lofalofaði
Vinnustaðurinn í miðbænum varð illa úti í síðasta Gestgjafa, svo nú er allt á öðrum endanum þar að bæta málin. Búin að vera að semja starfsmannahandbók síðustu tvær vikur. Mikið um að vera en bara voða skemmtilegt. Það er að myndast almennilegur starfsmannaandi, jákvæðni, vilji og metnaður til að hafa þetta gott!
Svo eru auðvitað taldir niður dagarnir þar til Snorri kemur aftur - þeir eru 18! Í fyrsta sinn í þrjú ár verður hann heima á brúðkaupsafmælinu okkar (5 ár núna!) og á afmælinu sínu. Hann missti m.a.s. af eigin fertugsafmæli í fyrra en upplifði næturvakt í Afghanskri auðn og sá úlfahjörð... ekki slorleg afmælisgjöf það.
Alltaf er reytingur í Ömmu Ruth og nú eru dúkadagar... plögg, plögg. Stundum blogga ég til að plögga (tókuð þið eftir innríminu...)
Lífið er bara gott, enda hefur daglegur geðlyfjaskammtur verið endurvakinn.